Kaffisala og óskilamunir

Á morgun miðvikudag er foreldradagur í skólanum. Þann dag er ekki skóli hjá nemendum en þau mæta með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara. Nemendur í 10. bekk eru í fjáröflun fyrir skólaferðalagi sem þau fara í, í vor og eru með kaffihlaðborð í sal skólans.

Verð:

Fullorðnir 1500 kr.

Nemendur í 1.-10. bekk 1000 kr.

Frítt fyrir börn yngri en 6 ára.

Posi á staðnum.

Óskilamunum hefur verið komið fyrir við inngang skólans í þeirri von að þeirra verði vitjað á viðtalsdaginn.