- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
í síðustu viku fengu nemendur í 1. bekk góða gesti en það voru Kiwanismennirnir Ólafur og Guðjón sem komu í heimsókn fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Ölvers. Þeir færðu öllum nemendum reiðhjólahjálma sem koma sér vel nú í vor þegar nemendur fara í auknum mæli að nota hjól, hlaupahjól og slík farartæki.
Kiwanismenn á Íslandi hafa frá því árið 1990 gefið öllum 6 ára börnum reiðhjólahjálma. Við í skólanum þökkum þetta frábæra framtak og vitum að hjálmarnir nýtast vel fyrir börnin.
Af þessu tilefni viljum við einnig benda á að öllum börnum yngir en 16 ára er skylt að nota hjálma við hjólreiðar.