- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag var kósýdagur í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í kósýfatnaði og sumir jafnvel í náttfötum. Margir bangsar fengu að kíkja í skólann með eigendum sínum sem var gaman að sjá. Nemendaráð stóð fyrir Kahoot spurningakeppni í frímínútum og tvær söngstundir voru haldnar undir stjórn Ásu Berglindar og Gests. Þar sungu nemendur nokkur skemmtileg lög sem var búið að æfa. Nokkrir nemendur voru búnir að undirbúa sig í tónmennt og fengu að leiða söng eða spila undir á ukulele auk þess sem nemendur í tónlistarvali spiluðu undir í einu lagi. Í hádeginu fengu nemendur að horfa á teiknimynd á meðan þeir snæddu ljúfenga kjúklingapítu.