- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Nemendur í 8. og 9. bekk fóru í ógleymanlega ferð í Landmannalaugar í gær. Þetta var sjötta ferðin sem skipulögð er í boði Kiwanisklúbbsins Ölvers. Þetta einstaka framtak gerir öllum nemendum skólans kleift að upplifa tvær af fallegustu náttúruperlum Íslands, Landmannalaugar og Þórsmörk, þar sem farið er til skiptis á þessa staði.
Veðrið var með besta móti skínandi sól og náttúran skartaði sínu fegursta. Nemendur nutu sín í gönguferð um þetta stórbrotna landsvæði. Eftir gönguna var kærkomið að slaka á í hlýju vatninu og njóta útsýnisins. Við ræddum líka mikilvægi þess að virða og vernda íslenska náttúru svo hún haldi áfram að vera jafn einstök og hún er í dag.
Kiwanismenn buðu upp á veitingar í ferðinni samlokur, kakó og safa. Auk þess sem öll nutu veglegrar grillveislu þegar þau sneru aftur úr fjallgöngunni og heita læknum.
Við viljum sérstaklega þakka Kiwanisklúbbnum Ölveri í Þorlákshöfn fyrir þetta einstaka framtak. Ferðin er nemendum að kostnaðarlausu, sem er mikilvægur stuðningur við skólastarfið og samfélagið. Þetta er í takt við gildi Kiwanishreyfingarinnar, sem leggur áherslu á að styðja við börn og ungmenni og bæta samfélagið okkar. Við hlökkum til að halda áfram þessari skemmtilegu hefð og þökkum fyrir frábæra ferð!