- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Hópar í vali á unglingastigi hafa undanfarnar vikur unnið að því að æfa samlestur og útbúa lestrarbangsa fyrir nemendur í 1. og 2. bekk.
Í síðustu viku voru börn sótt í Frístund og boðið á bókasafnið þar sem eldri nemendur lásu fyrir þau bækur eða frumsamdar sögur.
Í dag fékk hluti 1. bekkjar afhenta Lestrarbangsa til eignar (seinni hópur fær bangsa n.k. miðvikudag).
Farið var yfir hvað bangsarnir heita, hvenær þeir eiga afmæli og hvaða áskoranir þeir eru að fást við (sumir eru haldnir kvíða aðrir myrkfælnir svo dæmi sé tekið).
Bangsarnir eru með merkispjald með upplýsingum og því tilvalið að ræða þeirra áskoranir heima. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að vilja ást og umhyggju og að fyrir þá sé lesið reglulega.
Á mánudaginn verða bangsa afhentir nemendum í 2. bekk (þeim nemendum í 2. bekk sem ekki eru í frístund er boðið að koma á bókasafnið kl. 13:15 og taka þátt í gleðinni).
Það var mikil eftirvænting og gleði þegar dregið var númer til að fá Lestrarbangsa afhentan og er það von okkar að börnin verði dugleg að lesa fyrir sitt dýr/bangsa.