Lestrarbangsar í 1. bekk

Nemendur með bangsana sína
Nemendur með bangsana sína
Valhópur á unglingastigi hefur undanfarnar vikur unnið að því að æfa samlestur og útbúa lestrarbangsa fyrir nemendur í 1. bekk.
Í dag voru börnin sótt í Frístund og boðið á skólabókasafnið þar sem þau fengu afhenta lestarbangsa. Farið var yfir hvað bangsarnir heita, hvenær þeir eiga afmæli og hvaða áskoranir þeir eru að fást við (sumir eru haldnir kvíða aðrir myrkfælnir svo dæmi sé tekið).
Bangsarnir eru með merkispjald með upplýsingum og því tilvalið að ræða þeirra áskoranir heima. Þeir eiga það þó allir sameiginlegt að vilja ást og umhyggju og að fyrir þá sé lesið reglulega.