- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Nemendur 1. og 2. bekkjar fengu í vikunni heimsókn listamanna á vegum List fyrir alla. Sýningin Manndýr kom nemendum skemmtilega á óvart. Manndýr er þátttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna.
Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra á jörðinni velt upp. Sýningin er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og listasmiðja. Í hljóðmyndinni fléttast samræður barnanna við nýja tónlist eftir Borko. Í rýminu er manndýr að tengja saman þræði úr aldalangri sögu sinni á ný.
Í Manndýr er gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Hægt er að lesa meira um sýninguna á https://listfyriralla.is/event/manndyr/