- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna, á grunnskólaaldri, að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum.
Í dag komu tvær leikkonur til okkar þær, Sigrún Harðardóttir og Agnes Wild. Sýningin sem þær fluttu fyrir nemendur heitir Sögur af nautum og er tónlistar/leiklistar bræðingur þar sem sagðar eru sögur af spænska nautinu Ferdinand og íslenska nautinu sem pissaði á eldinn í sögunni um Búkollu.
Sýningin heppnaðist stórvel og allir skemmtu sér vel.