Listakvöld

Í gær var haldið listakvöld í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Markmiðið með þessari hátíð er að sýna afrakstur vetrarins í list- og verkgreinum ásamt tónlistarnámi. Sýning var á verkum nemenda í myndlist, málmsmíði, skrautskrift, smíði og textíl. Nemendur 8. - 10. bekkjar buðu uppá smákökur sem þau höfðu bakað. Lúðrasveitirnar spiluðu og kórar sungu. Nemendur í 7. bekk sýndu dans sem þeir hafa verið að æfa undir undirspili þverflautuleikara við skólann, leiklistarvalið sýndi smá brot úr verki sem þau eru að vinna og kynnar kvöldsins fóru á kostum með frumsamið handrit.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.