- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Lokahátíð Stóru upplestrarhátíðarinnar í 7. bekk var haldin í Versölum í gær miðvikudaginn 11. maí.
Nemendur úr 7. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði komu til okkar í heimsókn. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga og athygli í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Að fá alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Fimm nemendur úr hvorum skóla lásu ljóð og sögu. Einnig var boðið upp á tónlistaratriði frá hvorum skóla. Dómnefnd hafði það erfiða hlutverk að velja þrjá af þessum tíu lesurum í verðlaunasæti. Úrslitin urðu þessi:
Að lokinni lokahátíð fóru nemendur í skemmtilegt sundlaugapartý í Íþróttamiðstöðinni þar sem veðurblíðan lék við alla. Hátíðinni lauk síðan með því að allir fengu grillaðar pylsur áður en Hvergerðingar héldu svo aftur heim á leið eftir skemmtilega samveru.