- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Smiðjuþræðir er skemmtilegt verkefni á vegum Listasafns Árnessinga. Verkefnið snýst um að keyra út í grunnskólana seríur af fjölbreyttum og færanlegum listasmiðjum sem starfandi listamenn úr ólíkum listgreinum leiðbeina. Við höfum fengið nokkrar heimsóknir í vetur og í síðstu viku fræddi Eyjólfur Eyjólfsson nemendur okkar um langspil. Óhætt er að segja að nemendur hafi skemmt sér vel við að prófa þetta þjóðlega hljóðfæri.