- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Það var spennandi og skemmtileg áskorun sem beið þátttakenda í úrslitakeppni Hagstofu Íslands, þar sem nemendur greindu opinber gögn og svöruðu eigin rannsóknarspurningu með glærukynningu.
Alls tóku nemendur frá 40 grunnskólum á Íslandi þátt í keppninni. Frá okkar skóla tók eitt öflugt lið úr 9. bekk þátt – Guðrún Olga Garðarsdóttir, Hreiðar Leó Vilhjálmsson og Sóldís Sara Sindradóttir. Þau náðu frábærum árangri með 5. sæti af 23 liðum sem komust í úrslit!
Verkefnið var unnið af miklum metnaði, sjálfstæði og nákvæmni og var þátttakan virkilega verðmæt reynsla. Keppnin eflir hæfni í að lesa og túlka tölulegar upplýsingar – kunnáttu sem skiptir miklu máli í nútímasamfélagi.
Við erum óskaplega stolt af þessu snjöllu og duglegu krökkum – og vonumst til að sjá þau aftur í keppninni á næsta ári!