- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í vikunni tóku yngri nemendur skólans sig til í frímínútum og söfnuðu rusli af skólalóðinni. Eftir nokkra rokdaga hafði safnast mikið rusl, og nemendurnir voru spenntir að ganga frá lóðinni í blíðviðrinu.
Allir fengu hanska og poka, og á örskömmum tíma hafði safnast ótrúlegt magn af rusli. Að sjálfsögðu var síðan haldið áfram í leikjum á hreinlegri og fallegri skólalóð!
Nemendur skólans vilja hvetja alla bæjarbúa til að taka sér smá stund, grípa poka og ganga um hverfið sitt til að tína saman rusl. Saman getum við gert bæinn okkar snyrtilegri og umhverfið enn fallegra! 🌿