Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær tók skólinn okkar þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Þá geta nemendur valið um að hlaupa mismunandi vegalengdir en hlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi okkar undanfarin ár.

Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.

Hlaupið tókst mjög vel og var gaman að sjá nemendur gera sitt allra besta. Þetta er viðburður sem myndar góða stemmingu meðal nemenda og starfsfólks.

Stór hópur nemenda leggur af stað í 5 km hring