Öskudagsfjör í grunnskólanum

Á miðvikudaginn var öskudagurinn haldinn hátíðlegur í grunnskólanum með mikilli gleði og skemmtun. Bæði nemendur og starfsmenn mættu í búningum sem setti skemmtilegan svip á daginn.

Á milli frímínútna sóttu eldri nemendur vinabekki sína og fóru hóparnir saman í íþróttahúsið. Þar tók danskennari skólans, Anna Berglind, á móti þeim og leiddi hópinn í fjörugum dansi. Að auki spreyttu nemendur sig í nokkrum Just dance dönsum. Dagurinn endaði svo á hádegisdiskói þar sem gleðin hélt áfram.

Nemendaráð skólans stóð fyrir búningakeppni á unglingastigi þar sem Þorgerður Kolbrá, Emma Rós og Íris Lilja hlutu verðlaun fyrir bestu búninga í einstaklingskeppni. Hópverðlaunin hlutu Þóra Zhenda, Karina, Ástdís Ósk og Guðrún Olga en þær mættu klæddar sem kúrekar.

Öskudagurinn var afar vel heppnaður en brot úr deginum má sjá á Instragram-reikningi skólans.