Popplestrarátaki lauk með uppskeruhátíð

Í febrúarmánuði tóku allir nemendur skólans þátt í skemmtilegu popplestrarátaki. Fyrir hverja lesna blaðsíðu söfnuðu nemendur einni poppbaun.

Í dag var uppskeruhátíð þar sem skólinn iðaði af lífi og gleði og allar baunirnar voru poppaðar. Nemendur brutu upp hefðbundinn skóladag með ýmsum skemmtilegum viðburðum. Einhverjir nemendur mættu í náttfötum, horft var á bíómynd í einhverjum bekkjum og elsta stigið tók þátt í tónlistarbingói svo eitthvað sé nefnt.

Popplestrarátakið hefur hvatt nemendur til lesturs á léttum og skemmtilegum nótum og lauk því með líflegri og skemmtilegri hátíð. 📚🍿