- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag fór fram rýmingaræfing í grunnskólanum en hún var haldin í tilefni 112 dagsins sem er á sunnudaginn. Æfingar sem þessar eru haldnar reglulega til að skerpa á verkferlum og þjálfa nemendur og starfsfólk í réttum viðbrögðum.
Æfingin gekk vel sem sýnir að reglulegar æfingar eru nauðsynlegar og skila árangri. Gaman er að segja frá því að fulltrúar frá slökkvuliðinu okkar tóku þátt í æfingunni og að sjálfsögðu var slökkvuliðsbíllinn með en hann vekur alltaf athygli nemenda.