- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í gær fór fram rýmingaræfing í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Æfingin gekk mjög vel, en Brunavarnir Árnessýslu voru á staðnum og tóku virkan þátt. Það tók einungis sex mínútur að rýma skólann, sem þykir afar góður tími. Slíkar æfingar eru mikilvægur hluti af öryggisstarfi skólans og tryggja að bæði nemendur og starfsfólk séu viðbúin ef alvarlegt atvik skyldi koma upp.