- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Þessi vika er síðasta kennsluvikan í skólanum. Skólaslit verða miðvikudaginn 3. júní. Hér að neðan má sjá skipulag næstu daga :)
Mánudagur 25. maí - Skóladagur skv. stundaskrá í 1. – 5. bekk, 6. og 7. bekkur í skólaferðalagi. 10. bekkur í skólaferðalagi.
Þriðjudagur 26. maí - Skóladagur skv. stundaskrá í 1.– 9. bekk. 10. bekkur í skólaferðalagi.
Miðvikudagur 27. maí - Skóladagur skv. stundaskrá í 1.– 9. bekk. 10. bekkur í skólaferðalagi.
Fimmtudagur 28. maí - Fjölgreindaleikar! Nemendur í 1. – 10. bekk vinna saman að lausn fjölbreyttra verkefna í aldursblönduðum hópum. Skóladeginum lýkur kl. 12:45, en þá opnar einnig Frístund. ATH! Gott að mæta með vatnsbrúsa og smá nesti þar sem nemendur eru að vinna um allan skóla og erfitt með hefðbundna nestistíma. Á við báða dagana í Fjölgreindaleikunum.
Föstudagur 29. maí - Fjölgreindaleikar! Kl. 11:45 hefst grill fyrir alla nemendur og verðlaunaafhending fyrir leikana. Einnig mun skólakórinn syngja og Ingó veðurguð kemur í heimsókn. Hann mun stjórna fjöldasöng og halda uppi stuði. Heimsóknin er í boði Knattspyrnufélagsins Ægis.
Mánudagur 1. júní - Annar í Hvítasunnu – frí í skólanum.
Þriðjudagur 2. júní -starfsdagur – skóli og Frístund lokað
Miðvikudagur 3. júní - Skólaslit - Kl. 11:00 – 1. -3. bekkur og Kl. 13:00 – 4. – 7. bekkur. Stutt samkoma í sal skólans áður en nemendur fara með kennurum í kennslustofur. Mælst til að einungis einn fullorðinn fylgi hverju barni. Kl. 17:30 í Ráðhúsinu, 8. – 10. bekkur. Nemendur í 8. -9. bekk koma án foreldra. Tveir til þrír forráðamenn velkomnir með 10. bekk. Eftir skólaslit verður boðið upp á veitingar fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra.