- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hélt tónleika 21. september sl. fyrir nemendur í 3. og 4. bekk og fóru þeir fram í Þorlákskirkju. Hljómsveitin er 13 manna klassísk hljómsveit einskonar minni útgáfa af sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda.
Aðalefni tónleikanna var verkið Stúlkan í turninum sem Snorri Sigfús Birgisson tónskáld samdi við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Einnig kynntu hljóðfæraleikar hljóðfæri sín á skemmtilegan hátt í upphafi og í lokin flutti hljómsveitin lagið Ryksugan á fullu og tóku nemendur undir af krafti.
Viðburðurinn tókst einstaklega vel og voru nemendur mjög ánægðir. „Rosa skemmtilegir“, „þeir voru frábærir“ og „mjög skemmtilegir“ voru viðbrögð sem heyra mátti frá börnunum. Við þökkum Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fyrir skemmtilegt framtak.