Skíðaferð

Nemendur unglingastigs fóru í skíðaferð í vikunni. Ferðin var samstarfsverkefni skólans, nemendaráðs og félagsmiðstöðvarinnar. Haldið var í Bláfjöll á miðvikudag, skíðað af krafti fram eftir degi og síðan gist í skíðaskála um nóttina. Þreyttir en sælir nemendur héldu síðan heim daginn eftir.

Ánægjulegt var að sjá hvað nemendur voru duglegir að skíða og alveg ljóst að skíðaferðin er mikilvægur partur af skólastarfinu.