- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Flottur hópur nemenda skólans varð í öðru sæti i hæfileikakeppninni Skjálftanum sem haldin var um síðastliðna helgi. Nemendur í Sunnulækjarskóla urðu í fyrsta sæti og nemendur í Bláskóagaskóla Laugarvatni urðu í þriðja sæti. Í umsögn dómnefndar um atriði GÍÞ segir " Nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn fluttu atriðið „Af hverju?“ þar sem fjallað er um kynbundið ofbeldi og svara leitað við þeirri spurningu, hvers vegna stelpum sé stöðugt kennt að passa sig. Hæfileikaríkir flytjendur og hnökralaus og metnaðarfullur flutningur, skýr og mikilvægur boðskapur og greinileg ástríða fyrir viðfangsefninu fleyttu þeim í annað sætið".
Skjálftinn er byggður á Skrekk sem hefur verið haldinn í RVK til fjölda ára. Nemendur skapa sjálfir atriðin og að baki hverju atriði er þrotlaus vinna. Keppnin var frábær skemmtun þar sem skapandi og hæfileikaríkir nemendur fengu vettvang. Stjórnandi verkefninsins er Ása Berglind Hjálmarsdóttir kennari hér við skólann en hún hefur að metnaði og dug komið þessu verkefni á laggirnar í samvinnu við skóla hér á Suðurlandi. Ása á þakkir skildar fyrir þrotlausa vinnu og metnað gagnvart verkefninu.