- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Á morgun þriðjudag hefst skóli að nýju eftir páskaleyfi. Kennt verður skv stundaskrá og hefjum við skólastarfið kl. 8. Í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti kemur fram að skólahald sé heimilt með ákveðnum skilyrðum.
Hvað okkar skóla varðar þá breyta þessar nýju reglur ekki miklu fyrir nemendur og daglegt skólastarf. Áfram verður lögð mikil áhersla á sóttvarnir og starfsfólk mun nýta andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að virða 2 metra reglu. Heimsóknir foreldra og annarra gesta sem starfa ekki í skólanum verða ekki leyfilegar.
Sund- og íþróttakennsla er heimil þar sem einungis nemendur úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn nýta aðstöðu íþróttamannvirkja í Þorlákshöfn.
Ef foreldrar þurfa að sækja börn sín í skólann eða koma til þeirra t.d. fatnaði er best að hringja á undan sér í Lóu skólaritara í síma 480-3850 og hitta börnin ykkar fyrir utan skólabygginguna.