- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Skólaslitin fóru fram við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Skólastjóri minntist skólaársins sem viðburðaríks árs enda minni takmarkanir á skólastarfi miðað við árið á undan. Á skólaárinu fengum við til okkar góða gesti m.a. frá Geðteyminu, listamenn frá í verkefninu List fyrir alla, rithöfunda frá verkefninu Skáld í skólum svo eitthvað sé nefnt. Danssýning var haldin eftir tveggja ára hlé og Fríríkið Þorpið varð að veruleika í öllu sínu veldi.
Við skólaslitin brautskráðust 24 nemendur frá skólanum. Nemendur 8. og 9. bekkja tóku við vitnisburði ásamt útskriftarnemendum. Ræðuhöld og tónlistaratriði settu svip sinn á hátíðahöldin. Fimm starfsmenn voru kvaddir og þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Það eru Ingveldur Pétursdóttir stuðningsfulltrúi sem hefur unnið við skólann frá árinu 1995 og Magnþóra Kristjánsdóttir sem hóf störf við skólann árið 2003, Ása Berglind Hjálmarsdóttir tónmenntakennari, Gyða Sigurðardóttir textílkennari og Elínborg Þorsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi.