Skólaslit Grunnskólans í Þorlákshöfn

Þriðjudaginn 4. júní er síðasti skóladagurinn á þessu skólaári en þá er vorhátíðin okkar sem lýkur með grilli, eftir það fara nemendur heim eða í Frístund. 

Skólaslit eru fimmtudaginn 6. júní og eru foreldrar/forráðamenn boðnir hjartanlega velkomnir með sínum börnum.

Skólaslitin verða með eftirfarandi hætti:

1.-4. bekkur kl. 11 í sal skólans

5.-7. bekkur kl. 13 í sal skólans

8.-10. bekkur kl. 17:30 í Versölum

Nemendum og fjölskyldum 10. bekkinga er boðið upp á veitingar að athöfn lokinni.