- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Skólaslit fóru fram við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í gær 9. júní. Skólastjóri minntist skólaársins sem viðburðaríks afmælisárs en skólinn átti 60 ára starfsafmæli sem var fagnað með veglegri veislu í mars sl.
Við skólaslitin brautskráðust 26 nemendur frá skólanum. Nemendur 8. og 9. bekkja tóku við vitnisburði ásamt útskriftarnemendum. Ræðuhöld og tónlistaratriði settu svip sinn á athöfnina. Þrír starfsmenn voru kvaddir og þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Það eru þær Sigríður Ósk Sigurðardóttir húsvörður og Rán Gísladóttir bókavörður sem kvöddu skólann eftir áratuga starf. Sindri Freyr Ágústsson leiðbeinandi hefur kennt við skólann síðastliðin tvö ár en hefur ákveðið að færa sig annað.