- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Dagur mannréttinda barna var haldinn hátíðlegur um land allt miðvikudaginn 20. nóvember sl. En 30 ár eru síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á alsherjaþingi SÞ. Hér í skólanum héldum við daginn hátíðlegan með því að halda fyrsta skólaþingið okkar. Allir nemendur í 6. -10. bekk tóku þátt í þinginu. Markmiðið með þinginu var að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins og efla vitund um eigin áhrif í skólastarfi. Þá var einnig leitast við að fá fram sjónarmið nemenda og tillögur nemenda hvað varðar ýmsa þætti skólastarfsins. Nemendum var skipt í hópa og stýrðu nemendur í nemenda- og íþróttaráði umræðum í hópunum. Hver hópur skilaði einnig niðurstöðum umræðna. Nemendaráð skólans mun á næstu dögum vinna úr tillögum nemenda, kynna fyrir nemendum. Þá munu stjórnendur og starfsfólk fara yfir niðurstöðurnar með það í huga að gera gott skólastarf enn betra. Skólaþingið heppnaðist mjög vel og ljóst er að þing sem þetta er kjörinn vettvangur til að fá fram sjónarmið nemenda. Eftir áramót er fyrirhugað að halda skólaþing með yngri nemendum skólans.
Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla, aðalnámskrár skólastiganna og grunnþættir menntunar eiga jafnframt að tryggja börnum þessi réttindi og vera samhljóma barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.