- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag var skólaþing nemenda haldið. Þingið er haldið í tengslum við Dag mannréttinda barna sem er 20. nóvember. Nemendur unnu saman í hópum þvert á aldur og veltu fyrir sér ýmsum spurningum um skólastarfið. Markmið skólaþings er að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins. Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu og fá fram sjónarmið nemenda í ýmsum málaflokkum.
Nemendur í 10. bekk voru hópstjórar og stýrðu umræðum á hverju aldursstigi. Sjónarmið nemenda frá skólaþinginu verða nýtt í vinnu sveitarfélagsins að nýrri skólastefnu.