Skólaþing nemenda í 6. - 10. bekk

Miðvikudaginn 17. mars sl. var skólþing nemenda í 6. - 10. bekk. Elliði Vignisson setti skólaþingið og ræddi við nemendur um mikilvægi þess að þeir létu rödd sína heyrast í lýðræðilegu samfélagi.

Nemendur unnu  saman í hópum þvert á aldur og veltu fyrir sér ýmsum spurningum um skólastarfið. Markmið skólaþings er að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins.  Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu og fá fram sjónarmið nemenda í ýmsum málaflokkum. Margar góðar tillögur komu fram eins og til dæmis að auka fjármálafræðslu og kynfræðslu í skólanum. Nemendur lögðu einnig mikla áherslu á virðingu í samskiptum sín á milli og töldu marga geta bætt framkomu sína og umgengni. Þá gáfu nemendur starfsfólki ýmis ráð eins og að koma vel fram við alla og halda áfram að hlusta á nemendur. Nemendur voru ánægðir með margt í skólanum t.d. góða kennara, skemmtilegar valgreinar og góða aðstöðu.  



 veita nemendum tækifæri til  taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins

 efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu

  fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum

  fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er  gera til  hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar