Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í heimsókn

Í dag hélt Sinfóníuhljómsveit Suðurlands skólatónleika í Versölum fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk.

Tónleikarnir voru fluttir af 13 manna klassískri hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Leikarinn Felix Bergsson var sögumaður tónleikanna og leiddi hann áhorfendur í gegnum verk dagsins, hina sígildu tónsmíð Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofiev. Með túlkun sinni skapaði Felix lifandi upplifun fyrir börnin og vakti áhuga þeirra á verkinu.

Tónleikunum lauk þar sem nemendur sameinuðust hljómsveitinni í söng í laginu Það vantar spýtur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Við þökkum sinfóníuhljómsveit Suðurlands kærlega fyrir þessa frábæru tónleika sem voru gott tækifæri fyrir unga nemendur að njóta klassískrar tónlistar á lifandi hátt.Nemendur voru áhugasamir og hlustuðu af athygli á dagskrána, sem var bæði fræðandi og skemmtileg.