- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Á þessu skólaári eru liðin 60 ár frá því Grunnskólinn í Þorlákshöfn hóf starfssemi sína. Af því tilefni buðu nemendur og starfsfólk gestum og gangandi til veislu. Óhætt er að segja að undirtektir hafi verið góðar því um 500 manns sóttu veisluna, að meðtöldum nemendum og starfsfólki.
Skólinn var opinn frá kl. 16 til 18 í gær. Allar kennslustofur voru opnar þar sem mátti sjá verk nemenda eða sjá þá við störf. Nemendur sýndu fjölbreytt verkefni ásamt því að boðið var upp á afmælisköku. Tæknikunnáttu nemenda var gerð skil því mörgum myndböndum var varpað á skjái. Einnig voru QR kóðar víða á veggjum skólans þar sem gestir gátu skoðað myndbönd um sögu skólans og viðtöl við fyrrum nemendur og starfsfólk. Fram fór Kahoot spurningaleikur, dansatriði voru sýnd, skólakórinn söng og lúðrasveitir spiluðu.
Skólanum bárust tvær rausnalegar afmælisfgjafir. Fjögur sett af Numicom stærðfærði kennslugögnum fyrir yngsta stig frá fyrirtækinu Hafnarnesi Ver og bráðasett og skáp undir hjartastuðtæki frá Kvenfélagi Þorlákshafnar.
Aðdáun og undrun gesta leyndi sér ekki og margir höfðu á orði að ýmislegt hafi breyst í skólastarfi frá því þeir voru í skóla. Þreyttir en ánægðir nemendur og starfsmenn yfirgáfu skólann í lok dags.