- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag kom María formaður Slysavarnardeildarinnar Sigurbjargar færandi hendi til okkar í skólann með endurskinsmerki fyrir alla nemendur og starfsfólk. Slysavarnardeildin er nýlega stofnu sérdeild innan björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Hlutverk slysavarnardeildarinnar er að halda utan um fjáraflanir fyrir björgunarsveitina og vinna að forvörnum á sviði slysavarna í bænum okkar. Við þökkum Slysavarnardeildinni kærlega fyrir þessa góðu gjöf og hvetjum alla til að nota endurskinsmerki sem eru nauðsynleg núna í skammdeginu og minnum jafnframt á þessi heilræði sem Samgöngustofa setur fram um notkun endurskinsmerkja:
Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:
Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.