- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í vetur hafa nemendur í 10. bekk unnið kennsluefni fyrir nemendur á yngsta stigi um sólkerfið. Verkefnið fléttar saman sólkerfið sem er viðfangsefni í 10.bekk og matsviðmiði 3 sem snýst um nýsköpun. Verkefnið er að hanna nýtt kennsluefni fyrir unga nemendur sem inniheldur líkan og efnistök sem hæfir ungum nemendum. Lokahnykkur verkefnis var svo að kenna yngri nemendur um sólkerfið. Með verkefninu fengu nemendur í 10. bekk æfingu í að koma fram og miðla efni.
Í stuttu máli tókst verkefnið mjög vel þar sem nemendur í 10. bekk lærðu sjálfir töluvert um sólkerfið ásamt því að hanna kennsluefni eftir verkferli nýsköpunar, þau leituðu að þörfum yngri nemenda, fundu lausnir og hönnuðu afurð með öðrum.