Spennandi keppni í skæri-blað-steinn

Það var mikið fjör í  íþróttamiðstöðinni í gær þegar allir nemendur og starfsmenn skólans komu saman og fylgdust með spennandi keppni í skæri-blað-steinn. Þessi keppni er orðin árlegur viðburður hjá okkur í desember og sannarlega skemmtilegt uppbrot. Allir nemendur taka þátt í undankeppni sem endar svo með úrslitaviðureign. Að þessu sinni kepptu Heklu Líf Sigurðardóttur í 3.bekk og Renzo Suarez í 6.bekk til úrslita.

Hekla Líf stóð uppi sem sigurvegarinn í ár og  á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegarann í fyrra, Helgu Laufey Guðbergsdóttur, afhenda Heklu verðlaun fyrir sigurinn.