- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Það er orðin hefð hjá okkur að fá Þorgrím Þráinsson í heimsókn til okkar. Engin undantekning var á því þetta árið en síðastliðinn miðvikudag kom hann og hélt fyrirlestur sinn, vertu ástfanginn af lífinu, fyrir nemendur í 10.bekk.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið er um þarft málefni að ræða og að venju náði Þorgrímur vel til nemenda. Gaman er að segja frá því að Þorgrímur hafði orð á hversu gott hljóð og athygli hann fékk frá nemendum í skólanum okkar.