- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Föstudaginn 25. janúar var ýmislegt skemmtilegt um að vera í skólanum. Allir voru hvattir til að koma í einhverri lopaflík og flestir mættu í fallegum lopapeysum eða lopasokkum. Þá var söngstund í salnum þar sem allir sungu saman nokkur vel valin vetrarlög svo sem Þorraþræl, Frost er úti fuglinn minn og Stál og hnífur. Í hádeginu var boðið upp dýrindis þorramat í mötuneyti skólans.