Umferðarfræðsla í 2. bekk

Börnin í 2. bekk hafa undanfarnar vikur verið í umferðarfræðslu. Þau fóru út með vasaljós að leita að endurskinsmerkjum sem kennarar voru búnir að hengja í tréin á skólalóðinni. Þannig sáu þau vel hvað merkin sjást vel í myrkrinu á morgnana. Börnin  hafa einnig verið að læra um  umferðarreglurnar og merkin í umferðinni. Þá fóru þau út með kennurum sínum og æfðu umferðarreglurnar ásamt því að skoða þau umferðarmerki sem eru í umhverfinu kringum skólann. 

umferðarmerki