UNICEF - Hreyfingin

Síðastliðinn föstudag hlupu nemendur í grunnskólanum áheitahlaup í tengslum við verkefnið UNICEF - Hreyfing. Verkefnið gengur út á að fræða nemendur um ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum og hvernig þau geta aðstoðað börn sem búa við lakari lífskjör.

Eftir að hafa fengið fræðslu létu nemendur til sín taka með áheitasöfnun sem síðan náði hámarki á föstudaginn þegar sjálft áheitahlaupið fór fram. Viðburðurinn tóks mjög vel og gaman að sjá hversu mikið nemendur lögðu á sig.

Viðfangsefni UNICEF - Hreyfingarinnar hafa meðal annars verið stríðið í Sýrlandi, menntun í neyðaraðstæðum, loftslagsbreytingar og bólusetningar.

Nú geta þau sem hafa heitið á nemendur lagt upphæðina inn  á sérstaka söfnunarsíðu fyrir skólann okkar. Slóð fyrir síðuna er hér fyrir neðan. 

https://sofnun.unicef.is/social/share?object=6f6cdc3e-e1df-464b-9a9b-f066998f74d7&lang=is_IS&redirectUrl=https://sofnun.unicef.is/participant/unicefhreyfingadagur-mai-2023