Upplýsinga- og miðlalæsisvika í skólanum

Vikuna 13. - 17. febrúar munum við í Grunnskólanum í Þorlákshöfn taka þátt í upplýsinga- og miðlalæsisvikunni sem haldin er í fyrsta sinn á Íslandi. Samtökin TUMI standa fyrir viðburðinum og hafa sett saman fræðslupakka sem við munum nýta okkur á miðstigi og elsta stigi þessa vikuna. Fræðslupakkinn samanstendur af sex stuttum myndböndum, umræðupunktum og verkefnum. Verkefnið kemur sem viðbót við námskrá í upplýsingatækni sem er í endurmótun og verður kynnt á næstu vikum. Upplýsinga- og miðlalæsi barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla og því er þetta verkefni frábært tækifæri til að eiga samtal við nemendur heima.

 

Hvað er TUMI: https://fjolmidlanefnd.is/2022/01/24/tengslanet-um-upplysinga-og-midlalaesi-a-islandi/

Fræðslupakki um upplýsinga- og miðlalæsisviku: https://www.canva.com/design/DAFXdwRqNXU/VLxGh1IJOhYfHpGD9ZZs7g/view?utm_content=DAFXdwRqNXU&utm_campaign=designshare&utm_medium=link&utm_source=publishsharelink#1

SAFT: https://www.saft.is/

Mælum með að fylgja SAFT á samfélagsmiðlum því þar kemur reglulega mjög gagnlegt efni fyrir nemendur og foreldra um örugga netnotkun