- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í síðustu viku mætti Þorgrímur Þráinsson til okkar með fyrirlesturinn „Verum ástfangin af lífinu“ sem að venju var fyrir nemendur í 10. bekk. Í þessum hvatningarfyrirlestri brýnir Þorgrímur fyrir nemendum að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd og þrautseigju, koma fallega fram og sinna litlu hlutunum dags daglega. Einnig ræddi hann símamál og stöðu ungmenna í dag við krakkana sem tóku virkan þátt í umræðunni. Þorgrímur talar tæpitungulaust um hlutina og hans erindi er sannarlega góð áminning til okkar allra.