- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Í dag komu nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn saman og bjuggu til vinakveðjur til allra íbúa í Þorlákshöfn. Tvær bekkjardeildir komu saman, svokallaðir vinabekkir og föndruðu falleg kort sem síðan voru borin út á heimilin í bænum. Kortin berast í dag eða á morgun, föstudag.
Þetta var skemmtileg stund þar sem yngri og eldri nemendur komu saman og unnu sameiginlega að kortunum. Nemendur fóru síðan saman og báru út í húsin í bænum. Dagurinn í dag er tileinkaður baráttunni gegn einelti og því tilvalið að minna á vináttu, ást, hamingju og gleði.
Til íbúa í Ölfusinu segjum við ,, þið eruð öll frábær! "