Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 22

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.06.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Haraldur Guðmundsson 3. varamaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð.

Engar athugasemdir bárust og var gengið til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans
Fjölskyldu og fræðslunefnd hefur verið að rýna dvalartíma barna innan leikskólans Bergheima á liðnum vetri. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2022 sem samband íslenskra sveitarfélaga tók saman er Leikskólinn Bergheimar í Þorlákshöfn með einna lengstan opnunartíma samanborið við aðra leikskóla á landinu en núverandi opnunartími leikskólans er frá kl. 07:30 - 17:00.

Dvalartími barna í Leikskólanum Bergheimum er lengstur á Íslandi samkvæmt skýrslu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um rekstrarkostnað pr. heilsdagsígildi í leikskólum sveitarfélaga frá árinu 2022. Tekið var mið af leikskólum í stærðarflokki 91-120 nemendur en þar er Leikskólinn Bergheimar með næst flest börn það ár eða 118 og flestu heilsdagsígildin 120,8 sem sýnir lengsta vinnudaginn hjá okkar börnum í Ölfusi á landinu.

Í byrjun júní var send könnun til foreldra/forráðamanna leikskólans þar sem spurt var um hvaða opnunartími myndi henta þörfum fjölskyldunnar, sjá fylgigögn. Ríflega 90% af þeim sem svöruðu voru fylgjandi styttingu á almennum opnunartíma.



Nefndin ákvað að kalla til auka fundar 1. júlí n.k. og fjalla um tillögu að breytingum á opnunartíma Leikskólans Bergheima.

Til fundarins verða leikskólastjóri, formaður foreldraráðs leikskólans og áheyrnafulltrúar boðaðir.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
3. 2406020 - Reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum í Ölfusi
Hér meðfylgjandi eru lögð fram gögn til umfjöllunar og samþykktar er varðar reglur og greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum með lögheimili í Ölfusi.
Um er að ræða:
a) Reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum í Ölfusi
b) Gjaldskrá sem tekur gildi 1. ágúst 2024
c) Þjónustusamningur sem byggir á reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu í heimahúsum
c) Eyðublað v/umsóknar um neyðarhnapp vegna daggæslu í heimashúsi
d) Eyðublað v/umsóknar um stofnstyrk vegna daggæslu í heimahúsi

Ofangreindar tillögur teknar til atkvæðagreiðslu og samþykktar samhljóða.
Mál til kynningar
1. 2301012 - Undanþága frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda v barnaverndarþjónustu
Samningur Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss var til umfjöllunar í mennta- og barnamálaráðuneytinu eftir breytingar sem voru unnar eftir athugasemdum sem bárust 18. apríl síðastliðinn. Hér meðfylgjandi er samningurinn sem hefur verið samþykktur í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Samningurinn er því kominn í formlegt samþykktarferli.

Lagt fram til staðfestingar.

Nefndin samþykkir samhljóða.
4. 2406023 - Útikennslustofa í Skrúðgarði
Starfshópur, þrír fulltrúar frá leikskóla og þrír frá grunnskóla, hafa verið að fjalla um útikennslusvæði fyrir leik- og grunnskóla. Hugmyndir hafa verið uppi um að koma fyrir útikennslusvæði í norð-austur horni Skrúðgarðsins. Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt teiknaði skipulag í Skrúðgarðinum á sínum tíma og var ákveðið að fá hugmyndir frá henni um útikennslusvæði.
Hér eru fyrstu drög lögð fram til kynningar.

Nefndin þakkar kynninguna.
Ákveðið var að boða til auka fundar 1. júlí næstkomandi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?