VISS vinnu- og hæfingarstöð

VISS, vinnu - og hæfingastöð

Suðurvör 3, 815 Þorlákshöfn

Sími: 483-3843


Facebook síða Þorlákshöfn:  Gallerý Viss Þorlákshöfn | Facebook

VISS vinnu- og hæfingarstöð er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu þar sem lagt er upp með að styðja og efla starfsmenn í vinnu og virkni. Hjá VISS er unnið eftir hugmyndafræðinni „Þjónandi leiðsögn“ og „Sjálfstætt líf“. Starfað er samkvæmt lögum 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 auk tengdra reglugerða. Á VISS er unnið markvist að því að aðstoða fatlað fólk til atvinnuþátttöku, hæfingar og félagsþjálfunar og að styðja fólk í að vera virkir þátttakendur í eigin lífi. VISS er með starfsemi á Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli og í Þorlákshöfn.

Á VISS í þorlákshöfn er unnið að eigin framleiðslu á listmunum og nytjavöru úr ýmsum endurunnum efnum. Einnig vinnum við verkefni fyrir fyrirtæki, til að mynda þvoum við þvott, hnýtum tauma og eyðum bókhaldi. Gallerý er á staðnum (Suðurvör 3) þar sem framleiðslan er seld. Opið er alla virka daga kl. 9:00-13:00.

 Nánari upplýsingar:
Deildarstjóri VISS í Þorlákshöfn| Anna Sigríður Karlsdóttir | anna.karlsdottir@olfus.is
Sími | 483 3843
Umsókn | Vinnumálastofnun
VISS á Facebook

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?