Nýliðafræðsla
Stjórnkerfi sveitarfélagsins skiptist í kjörna fulltrúa sem eru bæjarstjórn, bæjarráð og nefndir sveitarfélagsins. Ráðnir starfsmenn eru bæjarstjóri, forstöðumenn og almennir starfsmenn.
Stjórnkerfi Sveitarfélagsins Ölfuss:
Efst er bæjarstjórn, þá bæjarráð og síðan bæjarstjóri. Bæjarstjóri er yfir sviðunum sem eru:
Stjórnsýslusvið, undir það fellur stjórnsýsla, þjónusta við íbúa, fjárhagsáætlanagerð, fjárreiður og bókhald, fjármögnun, uppgjör og gerð ársreiknings, innkaup, rekstrareftirlit, álagning og innheimta, fjárhagsúttektir, upplýsingagjöf, gæðamál, mannauðsmál og launadeild, upplýsingatækni, atvinnumál, þróunarmál, þjónusta við önnur svið, upplýsingakerfi og jafnréttismál. Nefndir á stjórnsýslusviði eru bæjarstjórn, bæjarráð og kjörstjórn.
Félagsþjónustusvið, undir það fellur félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, barnavernd, málefni eldri borgara, málefni fatlaðs fólks, félagsleg heimaþjónusta, félagsleg ráðgjöf, dagdvöl, skólaþjónusta og forvarnarmál. Nefndir á félagsþjónustusviði eru NOS skólaþjónusta og velferðarnefnd Árnesþing og stofnanir eru Egilsbraut 9, Sambýlið Selvogsbraut 1 og VISS.
Fræðslusvið, undir það falla grunnskólar, leikskólar, tónlistarskólar og forvarnarmál. Nefndir á fræðslusviði eru fræðslunefnd og skólanefnd Hveragerðis og Ölfuss. Stofnanir á fræðslusviði eru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Leikskólinn Bergheimar og Tónlistarskóli Árnesinga.
Íþrótta og æskulýðssvið, undir það fellur sundlaug, íþróttamiðstöð, íþróttasvæði, íþróttahús, líkamsrækt, félagsmiðstöð, tómstundarmál, tjaldsvæði og forvarnarmál. Nefndir eru íþrótta- og æskulýðsnefnd og ungmennaráð. Stofnanir sviðsins eru íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð.
Markaðs- og menningarsvið, undir það fellur menningar- og safnamál, markaðs- og kynningarmál, heimasíða, ferðamál og Versalir menningarsalir. Nefndir eru markaðs- og menningarnefnd. Stofnanir sviðsins eru Bæjarbókasafn Ölfuss og Byggðasafn Ölfuss.
Skipulags- byggingar og umhverfissvið, undir það falla skipulagsmál, byggingarmál, umhverfismál, byggingareftirlit, skráning fasteigna, viðhalds og nýframkvæmdir, útboð, þjónustumiðstöð, tækjaumsjón, vatnsveita, garðyrkja og umhverfis, vinnuskóli, sorpmál/hreinlætismál, umsjón fasteigna, umsjón með félagslegu húsnæði, eignasjóður, umferðar- og öryggismál, fráveita, rekstur gatnakerfis, eldvarnareftirlit, brunamál og almannavarnir, fjallskil og búfjáreftirlit. Nefndir sviðsins eru skipulags- byggingar- og umhverfisnefnd og fjallskilanefnd. Stofnanir eru Brunavarnir Árnessýslu.
Hafnarsvið, undir það fellur daglegur rekstur hafnar, fjárhags- og starfsáætlunargerð, fjármál, rekstur, viðhald og nýbyggingar, samskipti við hagsmunaaðila, hafnarvigt, hafnsögubátur, stefnumótunarvinna, markaðssetning, sala. Nefnd sviðsins er hafnarstjórn og stofnun er Þorlákshafnarhöfn.
Í lok ársins 2021 voru um 168 starfsmenn starfandi hjá sveitarfélaginu. Launagreiðslur sveitarfélagsins voru u.þ.b. 1.252 milljónir.
Stjórnskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss