Nýliðafræðsla

 

Nýliðafræðsla

Stjórnkerfi sveitarfélagsins skiptist í kjörna fulltrúa sem eru bæjarstjórn, bæjarráð og nefndir sveitarfélagsins. Ráðnir starfsmenn eru bæjarstjóri, forstöðumenn og almennir starfsmenn.

Stjórnkerfi Sveitarfélagsins Ölfuss:

Efst er bæjarstjórn, þá bæjarráð og síðan bæjarstjóri. Bæjarstjóri er yfir sviðunum sem eru:

Fjármála-, stjórnsýslu- og menningarsvið, undir það fellur þjónustuver, fjármál, stjórnsýslu- og lögfræðiráðgjöf, mannauðsmál, jafnréttismál, skjalamál, persónuverndarmál, verkefnastjórnun, almannatengsl og markaðsmál, atvinnuþróun, bókasafn, menningarmál og menningarviðburðir. Nefndir á fjármála-, stjórnsýslu- og menningarsviði eru bæjarstjórn, bæjarráð og kjörstjórn.

Umhverfis og framkvæmdasvið, undir það falla skipulagsmál, byggingarmál, umhverfismál, samgöngumannvirki, þjónustumiðstöð, eignasjóður, framkvæmdir, brunamál, hafnamál og veitur. Nefndir á umhverfis og framkvæmdasviði eru skipulagsnefnd og framkvæmda og hafnanefnd.

Fjölskyldu- og fræðslusvið, undir það fellur félagsþjónusta, barnavernd, fólk með fötlun, fræðslumál, eldri borgarar, félagsmiðstöð, íþróttamiðstöð, forvarnir, frístundastarf barna og ungmenna, frístundastarf eldri borgara, fjölmenningarmál.

 

Í lok ársins 2024 voru um 185 starfsmenn starfandi hjá sveitarfélaginu. Launagreiðslur sveitarfélagsins voru u.þ.b. 1.306 milljónir.

Stjórnskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?