Tómstundastarf og heilsuefling
Virk þátttaka í félagsstarfi lífgar upp á daginn og getur stuðlað að betri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu.
Aðstaða fyrir félagsstarf aldraðra er að Egilsbraut 9, þar er boðið upp á ýmis konar afþreyingu fyrir eldri borgara. 
Nánari upplýsingar eru í síma 483-3614.
Öllum íbúum 60 ára og eldri og öryrkjum er boðið uppá líkamsþjálfun þar sem markmiðið er að byggja upp og bæta líkamlega og andlega heilsu.
Nánari upplýsingar hjá Færni sjúkraþjálfun | Íþróttamiðstöð
Hjörtur S. Ragnarsson sjúkraþjálfari, hjortur@faerni.is , sími 696 3546.

Aðgangur að sundlaug Þorlákshafnar er endurgjaldslaus fyrir eldriborgara og öryrkja og 40% afsláttur er veittur í tækjasal
Árskort á bæjarbókasafn Ölfus er án endurgjalds fyrir eldriborgara og öryrkja