Hlíðarvatn

Hlíðarvatn (mynd frá Leyfi.is)Hlíðarvatn er stöðuvatn í vestanverðum Selvogi. Það er 3,3 km2 og 5 m þar sem það er dýpst. Í því er allmikil silungsveiði langmest er það bleikja bæði sjóalin og vatnableikja en urriða verður aðeins vart. Í vatninu gætir flóðs og fjöru. Vatnið liggur undir hamrahlíðum á sléttlendi við sjó. Mjótt eyði er á milli vatns og sjávar og að sunnan er afrennsli um Vogsós. Stórbrotið eldfjallaumhverfi er umhverfis Hlíðarvatn og mikil náttúrufegurð. Fjölbreytt fugla og dýralíf er einnig umhverfis vatnið. Í nágrenni vatnsins má víða sjá húsarústir, tættur og túngarða gægjast upp úr jörðinni og gefur okkur innsýn í líf fyrri alda.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?