Bæjarráð Ölfuss
Í bæjarráð eru kosnir þrír aðalmenn og jafnmargir varamenn til eins árs í senn. Bæjarstjórn getur heimilað flokki eða framboðslista sem fulltrúa á í bæjarstjórn en ekki hefur fengið kjörinn fulltrúa í bæjarráð að tilnefna fulltrúa til setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt.
Bæjarráð fer ásamt framkvæmdastjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin. Bæjarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir bæjarstjórn.
Í bæjarráði sitja:
Aðalmenn:
Grétar Ingi Erlendsson D-lista, formaður gretar@olfus.is
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir D-lista, varaformaður sigurbjorg.jonsdottir@olfus.is
Hrönn Guðmundsdóttir B-lista, hronn.gudmundsdottir@olfus.is
Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista asaberglind@olfus.is áheyrnarfulltrúi
Varamenn:
Erla Sif Markúsdóttir D-lista, erlasif@olfus.is
Gestur Þór Kristjánsson D-lista, gesturthor@olfus.is
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson B-lista, vbaldur@olfus.is
Böðvar Guðbjörn Jónsson H-lista, boddijonz@gmail.com varaáheyrnarfulltrúi
Bæjarráð skal að jafnaði halda fundi tvisvar í hverjum mánuði, fyrsta og þriðja fimmtudag kl. 08:15. Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess.
Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs. Hann sér um að bæjarráð sé boðað til fundar með skriflegu fundarboði ásamt dagskrá a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir fund. Geti bæjarráðsmaður ekki sótt fund skal hann tilkynna bæjarstjóra um forföll og boðar bæjarstjóri varamann hans á fund.
Bæjarstjórn kýs formann og varaformann. Formaður bæjarráðs stjórnar fundum þess og sér um að allt fari löglega og skipulega fram á fundum þess. Hann úrskurðar í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma út af fundarsköpum en skjóta má úrskurði hans til úrlausnar bæjarráðsins. Heimilt er að taka mál til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks máls ef einhver bæjarráðsmanna óskar þess.
Bæjarráð getur ráðið sér fundarritara utan bæjarráðs. Um ritun fundargerða bæjarráðs gilda sömu reglur og um ritun fundargerða bæjarstjórnarinnar.
Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmdastjórn bæjarfélagsins og fjármálastjórn að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin. Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarfélagsins, undirbúningi árlegrar fjárhagsáætlunar, semur drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi nefnda og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Þá sér bæjarráð um að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningi stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um.
Bæjarráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar. Bæjarráði er þó heimil fullnaðarafgreiðsla mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu. Bæjarráð ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár sem ætlað er til einstakra málaflokka samkvæmt fjárhagsáætlun, svo sem til gatnagerðar, nýbygginga og óvissra útgjalda.
Þá getur bæjarstjórn falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála nema lög mæli á annan veg.
Skylt er starfsmönnum sveitarfélagsins að sitja fundi bæjarstjórnar, ef þess er óskað.