Frístundastyrkir barna og unglinga

Krakkar að leik

Markmið frístundastyrks til barna í Sveitarfélaginu Ölfusi er að tryggja að börn og ungmenni á aldrinum 0-18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi og að foreldrum þeirra og forráðamönnum verði gert auðveldara að standa straum af þeim kostnaði sem af þátttökunni hlýst.

Frístundastyrkur er framlag sveitarfélagsins til greiðslu kostnaðar styrkþega vegna náms utan hefðbundins skólanáms, þátttöku í hvers konar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkenndra félagasamtaka og tómstundastarfs.

Upphæð styrksins árið 2025 er kr. 54.200.

Lágmarkslengd námskeiða þarf að vera 6 vikur til að teljast styrkhæft.

Frekari upplýsingar um frístundastyrki veitir Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi ragnar@olfus.is

Umsókn um frístundastyrk:
Skráningar- og greiðslukerfi fyrir iðkendur íþrótta í sveitarfélaginu

Reglur um frístundastyrki

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?