Kjaramál

Gömul mynd frá höfninni í ÞorlákshöfnSamband íslenskra sveitarfélaga er með umboð sveitarfélagsins til kjarasamningsgerðar og framkvæmd þeirra gagnvart viðsemjendur sveitarfélagsins.
Kjarasamningar  

Störfum er raðað í launaflokka samkvæmt starfsmati.

Starfsmönnum er raðað í þrep eftir persónuálagi.  Persónuálag ávinnst með starfi hjá sveitarfélaginu og/eða sambærilegum störfum.  Þá getur menntun hækkað persónuálag.    Hækkun vegna starfsaldurs og/eða menntunar tekur gildi næstu mánaðarmót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn. 

Lífeyrissjóðir, linkir inná helstu lífeyrissjóðina:
Brú - lífeyrissjóður
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Starfsmenn eru hvattir til að kynna sér viðbótarlífeyrissparnað.

Persónuafsláttur.  Samkvæmt lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda voru skattkort aflögð árið 2016.

Þegar starfsmaður hefur störf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi þarf hann að fylla út eyðublaðið Beiðni um nýtingu persónuafsláttar og koma á bæjarskrifstofur Ölfuss.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef ríkisskattstjóra.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?