Farsæld barna
Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni.
Farsældarlögin
Þjónusta í þágu farsældar barna - ný nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur
Upplýsingar um fræðslu- og færninámskeið fyrir foreldra:
Samþætt þjónusta
Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.
Farsældarþjónusta
Farsældarþjónusta tekur til allra kerfa sem veita börnum þjónustu, hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga.
Þjónustan er stigskipt og veitt á þremur þjónustustigum:
- 1.stig – er grunnþjónusta fyrir alla – snemmtækur stuðningur
- 2.stig – er markviss stuðningsþjónusta byggð á faglegu mati eða frumgreiningu
- 3.stig - er sérhæfðari stuðningsþjónusta í samræmi við ítarlega greiningu á þörfum
Farsældarlögin boða breytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur. Þeir sem koma að þjónustu við barn á einn eða annan hátt, eiga að fylgjast með velferð og farsæld barnsins, meta þörf þess fyrir þjónustu og bregðast við á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. Þessum aðilum ber að hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónustan sé samfelld og samþætt , þ.e.a.s. að allir séu að vinna saman og að sameiginlegum markmiðum til að tryggja farsæld og velferð barns.
Kynning á samþættingu á þjónustu í þágu farsældar barna
Tengiliðir í Ölfusi
Tengiliður skal vera aðgengilegur öllum börnum og foreldrum og hefur hann viðeigandi þekkingu til að vera innan handar og aðstoða við að sækja viðeigandi þjónustu við hæfi. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir allt þjónustukerfið.
Sjá kynningu farsæld barna
Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins
Hlutverk tengiliðar er að
- veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
- aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
- skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
- koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns.
- taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.
Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður heilbrigðisstofnunar.
Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám.
Beiðni um miðlun upplýsinga og samþættingu þjónustu
Foreldrar og eftir atvikum barn hafa kost á að setja fram beiðni um miðlun tiltekinna upplýsinga til tengiliðar í nærumhverfi barnsins. Beiðnin er skrifleg og undirrituð af foreldri og eftir atvikum barni. Öll vinnsla persónuupplýsinga vegna samþættingar á þjónustu er aðeins heimil eftir að foreldrar og eftir atvikum barn hafa sett fram beiðni þess efnis á þar til gerðum eyðublöðum hjá fagaðilum.
Málstjóri
Hlutverk málstjóra er meðal annars að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu og aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns. Málstjóri hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við forelda og barn.
Stuðningsteymi er vettvangur þar sem þjónustuveitendur og eftir atvikum þeir sem veita barni almenna þjónustu eiga samstarf um samþættingu þjónustunnar. Stuðningsteymi gerir einstaklingsbundna stuðningsáætlun og fylgir henni eftir.
Tilkynningarskylda til barnaverndarnefnda
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna koma ekki í stað lögbundinnar tilkynningarskyldu til barnaverndar Ölfuss. Hafa þarf í huga að sumar upplýsingar um aðstæður barns eru með þeim hætti að mikilvægt er að tilkynna þær strax til barnaverndarnefnda. Leiðbeiningar til foreldra um tengiliði og miðlun upplýsinga til tengiliða leysa tilkynningarskylduna ekki af hólmi.
Ítarefni um farsæld barna:
Gagnlegir hlekkir:
Myndbönd:
Lesefni um samþættingu: